Jansen í landsliðið
Sven Göran Eriksson náði að koma á óvart þegar hann tilkynnti landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Paragvæ. Það gerði hann með því að velja framherjann Matt Jansen í fyrsta sinn í landsliðið. Jansen hefur leikið vel með Blackburn í vetur og gert 15 mörk. David Seaman er kominn aftur í liðið og varnarmaðurinn Jamie Carragher frá Liverpool er einnig kominn aftur í hópinn. Þeir Martin Keown og Graeme Le Saux eru hins vegar ekki valdir. Þá virðast vonir þeirra Chris Powell, Andy Cole, Kevin Phillips og Lee Bowyer um að komast á HM úr sögunni því þeir eru allir úti í kuldanum.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum mönnum:
Markverðir: Seaman (Arsenal), Martyn (Leeds), James (West Ham)
Varnarmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Man Utd), Bridge (Southampton), Mills (Leeds), Carragher (Liverpool), Southgate (Middlesboro), Campbell (Arsenal), Ehiogu (Middlesboro)
Miðjumenn: Scholes (Man Utd), Gerrard (Liverpool), Butt (Man Utd), J Cole (West Ham), Sinclair (West Ham), Lampard (Chelsea), Dyer (Newcastle), Hargreaves (Bayern München), Murphy (Liverpool)
Sóknarmenn: Owen (Liverpool), Fowler (Leeds), Sheringham (Tottenham), Vassell (Aston Villa), Jansen (Blackburn