Zamora í U-21 liðið
Framherjinn Bobby Zamora hjá Brighton hefur verið valinn í enska U-21 landsliðið. David Platt hefur tilkynnt lið sitt sem leikur gegn Portúgölum í Stoke á þriðjudag og er hinn 21 árs Zamora einn fimm framherja. Zamora hefur leikið fantavel með Brighton, gert 32 mörk, og á þetta sannarlega skilið.
Annars eru margir sterkir menn í liðinu. Wes Brown er kominn aftur eftir meiðsli, og einnig eru þeir Michael Carrick, David Dunn og Alan Smith í hópnum. Þeir Ledley King og Scott Parker eru hins vegar fjarverandi vegna meiðsla. Þeir Shaun Wright-Phillips og Peter Crouch eru ekki valdir að þessu sinni en Jermaine Jenas heldur sæti sínu.
Enska U-21 liðið hefur leikið vel undir stjórn Platts, spilað átta leiki, unnið sex og gert tvö jafntefli.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir: Paul Robinson (Leeds), Chris Kirkland (Liverpool), Stephen Bywater (West Ham)
Varnarmenn: Luke Young (Charlton), Stephen Wright (Liverpool), Gareth Barry (Aston Villa), Chris Riggott (Derby), Wes Brown (Manchester United), Zat Knight (Fulham), Paul Konchesky (Charlton), JLloyd Samuel (Aston Villa)
Miðjumenn: Jermaine Pennant (Arsenal), Shaun Wright-Phillips (Manchester City), Sean Davis (Fulham), Michael Carrick (West Ham), David Prutton (Nottingham Forest), Jermaine Jenas (Newcastle), Seth Johnson (Leeds), David Dunn (Blackburn), Matthew Etherington (Spurs)
Sóknarmenn: Jermain Defoe (West Ham), Alan Smith (Leeds), Malcolm Christie (Derby), Peter Crouch (Aston Villa), Bobby Zamora (Brighton)