Brighton komið upp
Brighton meistari
Brighton tryggði sér í dag sigur í ensku 2. deildinni. Liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli við Swindon og hefur fjögra stiga forskot þegar ein umferð er eftir. Reading er í öðru sætinu eftir 2-2 jafntefli heima við Peterborough. Nicky Forster gerði bæði mörk heimamanna en Matthew Gill og Leon McKenzie settu mörkin fyrir gestina. Brentford er svo í þriðja sætinu eftir markalaust jafntefli gegn QPR á Loftus Road.
Cardiff á enn möguleika á að ná öðru sætinu. Liðið fékk Notts County í heimsókn og lenti undir þegar Richard Liburd skoraði á 12. mínútu. Leo Fortune-West jafnaði á 52. mínútu og Scott Young gerði svo sigurmarkið á 78. mínútu.
Stoke er í fimmta sætinu, stigi á undan Huddersfield. Stoke vann Wrexham 1-0 á heimavellinum og gerði Andy Cooke sigurmarkið á 30. mínútu. Huddersfield vann einnig heimasigur, liðið lagði Port Vale 2-1.
Wrexham, Cambridge og Bury eru þegar fallin í 3. deild en Bournemouth á veika von um að bjarga sér á kostnað Notts County.