Skemmtun á Pride Park
Æsilegt á Pride Park
Newcastle steig stórt skref í átt að meistaradeildarsæti með sigri á Derby á Pride Park í dag. Fyrri hálfleikur var slakur og fátt um færi en Malcolm Christie kom Hrútum yfir strax í upphafi seinni hálfleiks. Á 52. mínútu skoraði svo Lee Morris flott mark og Derby komið í 2-0. Nokkru síðar rákust þeir Alan Shearer og Rob Lee illa saman og fóru blóðugir af velli. Þá vaknaði Newcastle. Laurent Robert minnkaði muninn með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 73. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Kieron Dyer metin efti fyrirgjöf Nobby Solano sem lyktaði reyndar af rangstöðu. Sókn gestanna hélt áfram og á 90. mínútu sendi Solano fyrir markið og Lomano Lua Lua renndi boltanum í markið. Hann fagnaði gríðarlega enda var þetta fyrsta mark hans í úrvalsdeildinni og gæti reynst feikilega dýrmætt. Tapið er skelfilegt fyrir Derby og næsta víst að liðið fellur úr deildinni.
Leeds lagði Aston Villa á Villa Park. Þar gerði Mark Viduka eina mark leiksins á 30. mínútu en leikurinn var annars frekar tilþrifalítill.
Öðrum leikjum dagsins lauk með jafntefli. Richard Rufus kom Charlton yfir á 17. mínútu gegn Southampton en Tahar El Khalej jafnaði skömmu fyrir leikslok. Teddy Sheringham kom Spurs yfir gegn Hömrum á 52. mínútu en skammt var til leiksloka þegar varnarjaxlinn Ian Pearce jafnaði metin. Meira fjör var í leik Everton og Leicester á Goodison Park. Þar kom Brian Dean gestunum í 2-0 en þeir Nick Chadwick og Duncan Ferguson tryggðu Everton eitt stig