Arsenal er nú eiginlega einu og hálfu skrefi nær meistaratitlinum en Liverpool. Sem Liverpool maður vona ég auðvitað að þeir hampi titlinum. Arsenal á eiginlega bara leiki eftir gegn slökum fyrir utan United leikinn. Segjum Arsenal tapi honum og geri jafntefli í einum hinna leikjanna og Liverpool vinni hina leikina, þá er Liverpool búnir að jafna Arsenal að stigum, en Arsenal bara með mikið betra markahlutfall. Þess vegna finnst manni ólíklegt að þeir fari að klúðra þessu alveg með að tapa tveim af seinustu fimm. Og auðvitað við Liverpoolmenn vonum að Vieira fái gult spjald.

Nú ætla ég að bera saman þessi lið:

Vörnin: Liverpool er með mikið sterkari vörn, enda sú besta á Englandi. Miðverðir Liverpool Hyypia og Hencoz eru náturulega bara snillingar, sérstaklega Hencoz, hann hefur verið þvílikur á þessu tímabili. Ég get nú ekki sagt að Liverpool séu með mikið betri vörn samt betri.

Miðjan: Ég myndi segja að miðjan hjá liðunum séu svona jafngóðar, eða Arsenal séu kannski með örlítið betri vegna þess hvað kemur mikið út úr henni.

Sóknin: Arsenal hlýtur nú að vera með betri sókn vegna þess að þeir eru búnir að skora fleiri mörk. En þegar þið sjáið þessi nöfn hjá Liverpool þá finnst manni Liverpool með betri einstaklinga. Owen, Anelka, Heskey og Litmanen á móti
Henry, Begkamp, Kanu og Wiltord. Bara mitt mat.