Besti framherji í heimi. Ég ætla að fjalla um besta framherjan í heiminum hann Christian Vieri sem leikur með Inter Milan.

Vieri fæddist í Bologna 12 júlí árið 1973, faðir hans Roberto lék á þeim tíma með Bologna sem framherji. Þegar Vieri var 3 ára fluttist fjölskyldan til Ástralíu, þar sem Vieri þjálfaðist upp sem knattspyrnu maður undir leiðsögn föður síns.

Árið 1988 fór Vieri ásamt góðvini sínum Paul Okon í frí til Ítalíu og fóru til afa Vieris hans Enzo sem lék sem markvörður á sínum yngri árum. Afinn sá strax að báðir leikmennirnir voru efni í góða leikmenn og þó sérstaklega með Vieri en þeir félagar áttu eftir að leika einna leiktíð saman með Lazio. Afinn hafði samband við forseta Santa Lucia og lék Vieri þar allt þar til í desember þetta ár þegar hann fór aftur til Ástralíu.

Vieri kom aftur til Ítalíu um sumarið 89 og gerðist leikmaður með Prato í Seria C1 en lék engan leik með þeim og fór eftir leiktíðina til Torino og lék þar í 2 og hálft tímabil spilaði 7 leiki og skoraði 1 mark og var síðan seldur til Pisa í Seriu B í nóvember árið 1992 og spilaði 18 leiki og skoraði 2 mörk, svo lá leiðin til Ravenna og spilaði 32 leiki og skoraði 12 mörk og svo næsta tímabil með Venezia og spilaði 29 leiki skoraði 11 mörk svo fór hann til Atalanta sem var í Seria A og spilaði 19 leiki á tímabilinu og skoraði 7 mörk og eftir þá leiktíð fór hann til Juventus árið 1996 og spilaði 23 leiki skoraði 8 mörk í deildinni og lék 10 leiki í meistaradeildinno skoraði 6 mörk.

Eftir leiktíðinni með Juve tóku stjórnarmenn þá fáranlegu ákvörðun að selja Vieri til Atletico Madrid fyrir mikla peninga á þeim tíma en þar spilaði Vieri 24 leiki og skoraði 24 mörk en leið ekki vel á Spáni og fór til Ítalíu aftur og borgaði Lazio mikið fé fyrir hann og er sagt að mjólkin á Ítalíu hafi hækkað vegna kaupa Lazio á Vieris en eigandi Lazio Cragnotti á stærsta mjólkurframleiðendann á Ítalíu og þurfti að hækka verðið vegna kaupanna.

Vieri entist ekki nema eitt tímabil með Lazio þar sem hann lék 22 leiki og skoraði 12 mörk. Hann var seldur til Inter fyrir metupphæð á þeim tíma og hefur haldið þar út í 3 tímabil núna sem er það lengsta sem hann hefur verið hjá einu og sama félaginu fyrstu 2 tímabilin hjá Inter spilaði hann 47 leiki og skoraði 31 mark.

Á HM 98 kom Vieri inní landsliðshópinn í skugga Baggio og Del Piero sem áttu að vera lykilmenn Ítalíu en Vieri sló heldur betur í gegn lék 4 leiki og skoraði 5 mörk og varð einu marki á eftir Davor Suker sem skoraði í bronsleiknum.

Ef Ítalía á eftir að gera einhverjar rósir á HM í sumar verður Vieri að vera uppp á sitt besta í sumar og skora nóg af mörkum fyrir Ítalíu.

Vieri hefur spilað 21 leik í deildinni í vetur og skorað 20 mörk sem er snilld og er á leið til Juve í sumar fyrir 10 miljarða króna.