Í gærkvöldi(Þriðjudag) fóru fram tveir leikir í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern Munchen sigraði Real 2-1 og nenni ég ekki að fjalla um þann leik. En hins vegar ætla ég að fjalla um hinn leikinn þar sem Manchester United sigraði Deportivo 0-2 með hreint út sagt frábærum leik! Í upphafi leiksins var greinilegt í hvað stefndi, Manchester menn byrjuðu með miklum krafti og komu heimamönnum á óvart. Á 15 mín. kom mark frá Beckham. Snilldar skot af 30m færi og markvörður Depo stóð varnarlaus 1,5m fyrir framan markið. Boltinn sveif með snúning í hornið fjær og Manchester menn kættust. Eftir þetta vöknuðu heimamenn til lífsins og sóttu stíft næsta hálftímann án þess þó að skapa sér nógu gott færi til þess að skora ef undanskilið er eitt færi sem Fran fékk en hann kingsaði inn í markteig Manchester manna. Fljótt fór krafturinn úr sóknum Depo manna og er það aðallega að þakka dúndur varnarleik hjá Manchester mönnum. Á 41.mín skoraði Ruud van Nistelrooy sitt 9 mark í 11 leikjum í meistaradeildinni og tryggði þar með Manchester mönnum 2-0 forrystu í hálfleik.Seinni hálfleikur bauð upp á aðra eins skemmtun þar sem Manchester menn vörðust alveg frábærlega og sóttu með hæætulegum skyndisóknum og til dæmis komst Ryan Giggs tvisvar einn á móti markmanni en í bæði skiptin klúðraði hann hlutunum. Dökki hlutinn á leiknum var sá að á 43.mín fór Roy Keane meiddur af velli, tognaður í læri. Óttast var að gömul hnémeiðlsi væru að koma upp aftur en sem betur fór var svo ekki. Pirringur Depo manna yfir því að koma knettinum ekki í mark andstæðanganna kom berlega í ljós. Á 93.mín braut Diego Tristan gróflega á David Beckham með þeim afleiðingum að Beckham stóð ekki á fætur. Lélegur dómari leiksins gaf Tristan aðeins gult spjald en búast má við því að Tristan fái óblíðar móttökur á Old Trafford í næstu viku.

Að mínu mati spiluðu Manchester menn óaðfinnanlega og nú þar sem möguleikar þeirra í deildinni fara dvínandi þá má búast við þeim í slíkum ham í Meistaradeildinni. Og ef svo fer mega hin liðin vara sig.

Einnig er mjög gott að hafa unnið þennan leik því þjálfari Deportivo sagði fyrir leikinn að hann byggist við því að lenda í meiri erfiðleikum með Liverpool í næstu umferð heldur en með Manchester í þessari :) Hver er apinn núna?