Þetta tók ég af liverpool.is:

“Maður getur ekki verið góður framkvæmdastjóri ef maður er ofhlaðinn störfum og stressaður eins og ég var orðinn”, sagði Houllier í viðtali við franska dagblaðið L´Equipe sem var birt í dag. “Ég lít fram á veginn nú og hef ýtt öllum tilhugsunum um 13. október frá mér nú í mánaðartíma.”

Rétt meðhöndlun lækna og skjót viðbrögð björguðu lífi Houllier og hann áttar sig á að hann slapp með skrekkinn.

“Ég veit að ég var mjög heppinn. Daginn eftir leikinn gegn Leeds átti ég að fara með liðinu til Kiev þannig að með öðrum orðum 24 stundum síðar hefði lífi mínu getað lokið. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að 20% líkur voru á að aðgerðin myndi heppnast.”

“Í upphafi endurhæfingu minnar fannst mér eins og ég væri að hefja nýtt líf og allt var bónus fyrir mig. Ég held að ég sé sterkari fyrir vikið og hafi þroskast. Ég hugsa á meiri heimspekilegum nótum en áður um lífið og er þolinmóðari. Ég á auðveldara með að forgangsraða verkefnum og passa upp á að ég hafi nægt þrek til að takast á við hvern dag. Það er ekki hægt að sinna starfi sínu sem skyldi ef maður er uppgefinn og byrjar nýtt tímabil algjörlega úrvinda eins og ég gerði síðastliðið sumar.”

Houllier trúir auðvitað staðfastlega á lið sitt fyrir komandi átök: “Við munum vinna alla okkar leiki. Ég veit að leikmenn mínir geta það því að þeir hafa stáltaugar. Þeir hafa ótrúlegan sigurvilja og kraftinn til að geta gefið sig alla í hvern einasta leik.”

Þess má geta að batakveðjum til Houllier frá íslenskum Púllurum var komið áleiðis til hans í síðustu viku. Kveðjurnar voru tæplega 200 talsins og var komið fyrir í myndarlegri kápu sem á var mynd af íslenska fánanum og merki klúbbsins okkar með yfirskriftinni: “Fans welcome you back - You´ll Never Walk Alone”

Gott að hann er ekki eins mikið að stressast eins mikið og hann gerði:-)
——–