töpuðum - fokkit. Jæja, þá hefur maður orðið vitni að þeim hroðalega atburði að Manjúnætid vann Leeds. Var á Ölveri og þar var eiginlega fifty-fifty í salnum, ég og fleiri klöppuðum þrisvar en hinir fjórum sinnum.
Ef leikurinn hefði ekki verið svona helvíti mikilvægur væri ég næstum sáttur því leikurinn var frábær, tvö góð lið sem ætluðu að vinna og ekkert moj.
Þeir voru fljótir að afgreiða Kewell út, jarðaður strax á fjórðu mínútu en Bowyer var nú dúndurgóður.
Það er greinilega ekki gott að vera án Ferdinand, vörnin var ekki alveg að skila sínu. Fyrstu tvö mörkin í leiknum voru snilld, svo komu þrjú skítamörk frá manutd-með fullri virðingu fyrir Beckham þá var enginn að bögga hann neitt sérstaklega – og svo jöfnuðum við – næstum.
Var að lesa viðtöl við stjórana eftir leikinn og O´Leary er mjög vonsvikinn með varnarvinnuna en segir liðið hafa sýnt góðan karakter.
Hann segist bera mikla virðingu fyrir Manutd og það gangi ekki að leyfa þeim að skora svona mörk og er fúll yfir að missa Kewell strax útaf, en notar það ekki sem neina afsökun.
Ferguson, eða sir hubba bubba, er ánægður með leikinn en ekki Ellary dómara og segir hann hafa dæmt tóma steypu “he didn´t get any decision right” sem ég er nú ekki sammála. Ellary er eini dómarinn á Englandi sem leyfir leiknum að fljóta og er ekki blístrandi í tíma og ótíma. Langbesti dómarinn að mínu viti í vetur, sumir hafa því miður verið algjört pein. Mills fékk gult fyrir brot á Scholes og Scholes fyrir brot á Mills, minnir að það hafi verið allt of sumt. Svo spjallaði hann við fjölda manns og hótaði þeim spjaldi næst. Annars vildi Ferguson meina að manutd hefði átt miðjukaflann í leiknum en Leeds upphaf og verið frábærir síðustu 20 mín. Mér fannst leikurinn bara jafn og skemmtilegur og er alltaf ánægður ef ég sé góðan leik. Næstum alltaf, kannski, því ég var ekkert glaður beinlíniss í dag. Fokkit.
Samt áfram Leeds.