L´Equipe í Frakklandi hefur greint frá því að Paris Saint Germain sé á eftir Edgar Davids leikmanni Juventus. Blaðið segir að njósnarar frá PSG hafi fylgst með Davids í leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni og muni setja sig í samband við Juventus á næstu dögum. Davids hefur átt í útistöðum við Marcelo Lippi þjálfara Juve í vetur og fer örugglega frá liðinu í sumar. Chelsea, Arsenal og Lazio eru einnig að skoða Davids sem hefur staðið sig vel í vetur en líklegt sé að hann vilji spila í Englandi.

PSV Eindhoven hefur staðfest að Lazio sé komið í kapphlaupið um Mark van Bommel. “Við höfum látið Van Bommel vita og hann getur snúið sér til Lazio ef hann hefur áhuga. Boltinn er nú hjá honum,” sagði talsmaður PSV. Lazio snéri sér að Van Bommel eftir að það varð ljóst að Olivier Dacourt vildi ekki koma til liðsins. Það stefnir því í harðan slag um þennan öfluga miðjumann en Leverkusen og Arsenal vilja einnig fá hann í sínar raðir. Arsenal virðist þó standa best að vígi ef marka má orð Van Bommels. “Það eru mög góð lið í Englandi og Arsenal er eitt af þeim bestu. Ég tel að enska úrvalsdeildin henti leikstíl mínum mjög vel og þangað vil ég fara,” sagði Bommel.

Fabio Capello hefur fengið keppinaut um starfið hjá Barcelona en það er stjórinn hjá Depvortivo.

Takk fyrir!