Æfingaferðir félaganna Sex Símadeildarlið af þeim tíu sem þar leika ætla í æfinga- og keppnisferðir til útlanda til að undirbúa sig fyrir komandi átök en keppni í Símadeildinni hefst að nýju þann 20.Maí. Þór frá Akureyri fóru í æfingaferð til Spánar en þeir komu heim um síðustu helgi eftir vikuferð, þar sem þeir léku tvo leiki á móti neðri deildar liðum frá Spáni. Þér léku gegn liði Mouger en Þórsarar unnu 4-0. Kristján, Orri, Hölli (v) og Gunni Konn gerðu mörkin. Þar næst spiluðu þeir við Lepe og unnu leikinn 4-1, staðan í hálfleik var 1-1. Þeir sem skoruðu í hitanum ( 30°C ) voru Þórður Halldórsson, Orri Freyr Óskarsson, Freyr Guðlaugsson og Gunnar Konráðsson.

Í Apríl halda fimm félög til Spánar: Grindavík, Fylkir, FH og KR fara öll til Candela, sem er nálægt landamærum Portúgals, og dvelja þar frá 8.-15. apríl. Félögin mætast innbyrðis og munu íslenskir dómarar sjá um að dæma leikina. Íslandsmeistarar ÍA fara í tvær ferðir. Þeir verða á Candela á Spáni vikuna 15.-22. apríl og leika þar þrjá leiki á móti erlendum liðum. Meistararnir fara síðan til Færeyja 26. apríl og leika þar tvo leiki. Þann fyrri gegn Færeyjameisturum B36 og þann síðari á móti KÍ frá Klakksvík.
Keflavík, ÍBV, Fram og KA ætla ekki erlendis og ræður þar mestu erfið fjárhagsstaða félaganna.