Miðjumaðurinn hjá Leeds, Oliver Dacourt neitaði fyrir skömmu að hann væri að hugsa um að skipta til Juventus ef að Leeds skildi ekki ná að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.
Sögusagnirnar um skiptin hjá Dacourt til Juventus voru oft í íþróttablöðunum í Englandi síðustu vikurnar, en Dacourt hélt áfram að neita þeim og sagði að þetta hafði verið búið til af fjölmiðlunum og ekkert annað.
Dacourt sagðist vera mjög ánægður með það að heyra að lið eins og Juventus væri á höttunum eftir sér en bætti við að hann sé einnig ánægður með það sem hann er að gera hjá Leeds. Og Dacourt hélt áfram og sagði að það væri ekki bara Juventus sem ætti að vera á eftir sér, hann vildi AC Milan og AS Roma og einhver önnur stórlið. Hann sagði að það mundi gera hann alveg ótrúlega stoltan. Hann sagði líka að vera sín hjá Leeds United væri byggð voða mikið á fjárhagsstöðu Leeds. Hann sagði að ef að þeir þyrftu að selja sig, þá væri ekkert í því að gera, en hann ætlaði að sanna sig fyrir stuðningsmönnum félagsins og sýna þeim að hann sé ekkert varamannsefni.