Sunnudaginn 10.mars tók Tottenham á móti Chelsea í 8-liða úrslitum í F.A. Cup bikarnum sem sögð er vera frægasta bikarkeppni í heiminum. Eins og allir sannir fótbolta unnendur vita þá tapaði Chelsea á móti Tottenham 5-1 en fyrri leikurinn hafði farið 2-1 fyrir Chelsea. Útsendingin á Sýn byrjaði þegar fimm mínútur voru búnar af leiknum vegna þess að verið vara að sína Bologna-AC Milan. Það fyrsta sem ég sá í leiknum var þegar Gallas var dúndraður niður, en boltinn var um þrjá metra í burtu og það getur sko enginn sagt að gaurinn í Tottenham hafi verið að reyna að ná boltanum. Hann slapp hins vegar með gulaspjaldið sem vakti furðu lýsanda leiksins því maður hefur nú séð löng leikbönn fyrir slík brott. Chelsea var sterkari aðilinn fyrstu þrjátíu mínúturnar en svo komst Tottenham meira inn í leikinn. Það gekk mikið á í fyrrihálfleik og meðal annars skoraði William Gallas fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu. Þegar Eiður var að sleppa í gegnum vörn Tottenham var hann rifinn niður og aftur voru Tottenham menn heppnir með að sleppa með einungis gult spjald, stuttu seinna átti Jimmy Floyd Hasselbaink skot í slánna. Snemma í síðari hálfleik skoraði svo Eiður Smári mark eftir skyndisókn Chelsea. Gream Le Saux skoraði svo mark eftir mistök hjá Tim Sherwood, Eiður Smári skoraði svo síðasta markið í leiknum eftir sendingu frá Jesper Grönkjær, en þetta var fyrsti leikur hans því hann meiddist snemma í september og hefur verið meiddur allt tímabilið. Gream Le Saux kom meira við sögu í leiknum því honum var vikið af leikvelli eftir tæklingu á Taricco. Í endursýningunni sást hins vegar að dómarinn hafði gert stór mistök, því Le Saux tæklaði ekki Taricco, það var aricco sem fór með takkana í Le Saux. Það er því komin hefð í dómaramistökum í leikjum á milli þessara lið, því Hasselbaink var rekin útaf í síðasta leik að því að dómarinn taldi að hann hefði slegið Teddy Sheringham í andlitið, en það var hins vegar Melchoit sem sló hann og dómarinn vildi ekki taka sönsun jafnvel þó að Sheringham hafi sagt dómaranum að hann hefði ekki slegið hann.