Roma tók Lazio í kennslustund á sunnudagskvöld með því að mala þá niður og auðmýkja. Ein maður stóð uppúr í leiknum og það var Vincenzo Montella sem skoraði lítil fjögur mörk sem er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað í Roma derbynu. Leikmaðurinn sem átti að gæta Montella var Nesta en hann var algjörlega úti á þekjum í fyrri hálfleik og var skipt út af í fyrri hálfleik og eftir á sagði Nesta að þetta hafi verið lélegasti leikur hans frá upphafi og bað Lazio áhagendur afsökunar eftir á.
Dagar Zaccheronis eru því sem næst taldir og ætlar Cragnotti að halda neyðarfund með Zaccheroni. Sá sem á að taka við á honum er fyrrverandi aðstoðarþjálfari hjá Lazio og aðalþjálfari Fiorentina Roberto Mancini en honum bíður verðugt verkefni það er að ná 4 sætinu sem gefur þáttöku rétt í undankeppn meistaradeildarinnar.