Spurst hefur út að Inter Milan hafi boðið formlega 100 milljónir punda í þá Thierry Henry, Patrick Vieira og Robert Pires. Arsene Wenger og Arsenal stjórnin munu vera að velta málinu fyrir sér, en ekki er hins vegar víst hvort að Henry sé tilbúinn að fara aftur til ítalíu eftir fremur slappa vist hjá Juventus. Ljóst þykir að Viera muni fara til Real Madrid í sumar, ef að Inter næla sér ekki í þá kumpána. Wenger segist vera tilbúinn að láta þá fara, enda getur maðurinn sjálfsagt fjárfest sér í ágætis leikmönnum fyrir þennan pening. Ronaldo er ekkert alltof kátur yfir sögusögnum um að Henry sé á leiðinni, en hann ku vera á leiðinni frá Inter Milan eftir að hnémeiðsl hafa angrað hann síðastliðin ár (Ætli hann fari ekki bara aftur til PSV?). Eigandi Inter vill ólmur eignast þessa þrjá kappa til að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð, meistaradeild og annað, enda eru Inter á fullu stími í ítölsku deildinni.