Þá er það ljóst að Michael Owen verður ekki með þegar Liverpool keppir við Barcelona í næstu viku, okkur Liverpool/Man Utd. höturum til mikillar ánægju og sömuleiðis Liverpool aðdáendum til mikillar óánægju. Michael Owen meiddist á móti Newcastle, sömu gömlu meiðslin hans eru að hrjá hann aftur og hann verður frá í tæpar tvær vikur. Og það er ljóst að ef Liverpool ætlar sér að komast áfram þá verða þeir að vinna leikinn, þar sem þeir hafa bara skorað tvö mörk í riðlinum. Það mun örugglega reynast erfitt en í staðinn fær maður vonandi að sjá Litmanen vin allra leika við sitt gamla félag.