Leeds á hvínandi kúpunni? Leeds PLC birti afkomutölur seinni hluta fjárhagsársins 2001 í dag og tölurnar voru ekki góðar. Tap uppá 2,4 milljónir punda (inní þessari tölu eru ekki leikmannakaup) var niðurstaðan, sem er 8,5 lakari niðurstaða heldur en á sama tíma í fyrra (en þá var Leeds einmitt í meistaradeilinni.)
Peter Risedale stjórnarformaður Leeds PLC hefur sent þau skilaboð til David O´Leary um að hann verði að græða á leikmannaviðskiptum í sumar, því að með þeim leikmönnum sem keyptir hafa verið á þessu tímabili er tapið farið að nálgast 20 milljón pund.
Talið er að Olvivier Dacourt og Robbie Kean séu ofarlega á lista Risedale og O´Leary yfir leikmenn sem verða seldir því að bæði eru þeir á háum launum og síðan er áhugi fyrir þeim og þeir myndu skila góðum pening í kassann.
Samtals leikmanna kaup O´Leary eru nú orðin í kringum 100 milljón pund og er skiljanlegt að stjórnin vilji fara að sjá eitthvað í staðinn, en Leeds er líklega að missa af meistaradeildinni annað árið í röð og er það mikið tap.

En það sem ég er að spá í, er ekki einfaldlega kominn tími á nýjann mann í brúna hjá Leeds?