Því miður eru sumir leikmenn “leiðinlegri” en aðrir bæði sem persónuleikar og sem leikmenn. T.d. finnst mér Luis Enriqe hjá Barcelona alveg óhugnalega leiðinlegur þar sem að hann er sívælandi í dómaranum o.fl. Það eru einnig afar leiðinlegir leikmenn í ítalska boltanum en sá sem toppar þann lista er nú án efa að mínu mati Marco Delvecchio. Hann er sídettandi (reyndar nokkuð algengt hjá öðrum leikmönnum), vælir stöðugt og er ekkert rosalega góður. Enda er hann eins og sést þegar horft er á leik með Roma einn af óvinsælli leikmönnum hjá dómurum. Annar leikmaður sem er mjög leiðinlegur er Angelo Di Livio hjá Fiorentina. Hann er svona svipaður og Enriqe hjá Barca. Þeir eru án efa fleiri sem eru mjög leiðinlegir leikmenn og e.t.v. leiðinlegri en þeir sem ég nefndi hér að framan (þó ég efi það). En spurningin er nú hvernig svona leikmenn komast að hjá góðum liðum eins og Roma, Barcelona og þegar Di Livio var hjá Juve (að ég held)?