Það er mikið fjallað um leikmannakaup hjá ManU þessa dagana, en hér eru tvær greinar sem ég sá á manutd.is:

Þessi hér…
Samkvæmt fréttum frá Englandi eru forráðamenn Manchester United tregir til þess að ganga að kröfum David Beckham hvað varðar nýjan samning.
Ásteitingarsteinninn er ímyndarréttindi hvað varðar ágóða af sölu merkjavarnings tengdum nafni Beckhams.

Forráðamenn United eru sagðir óttast að ef slíkt ákveði fari inn í samning Beckhams muni það hrinda af stað launaskriðu sem erfitt verði að stoppa á Old Trafford.
“Það hefur enginn kvartað undan laununum sem Beckham á að fá, en undantekninginn er hvað varðar ímyndarréttindin. Ef það ákvæði er nógu gott fyrir einn leikmann, þá er það nógu gott fyrir okkur alla,” er haft eftir ónefndum leikmanni United í The Sunday Mirror í dag.

Talið er að margir leikmenn, t.a.m. Ruud van Nistelrooy, Ryan Giggs, Paul Scholes og Fabien Barthez fylgist náið með framvindu viðræðnanna við Beckham og séu áhugasamir um að fá sambærilegt ákvæði inn í sína samninga.

Ef að samningar takast ekki við Beckham er talið líklegt að United geri £22 milljóna boð í Kieron Dyer, leikmann Newcastle.

Og aðeins meira um samningaviðræður leikmanna United, en enski netmiðillinn Soccernet greinir frá því í dag að viðræður við Roy Keane um nýjan samning séu sigldar í strand og því geti hann verið á förum frá félaginu innan skamms.
Ágreiningur er um launapakka samningsins, en forráðamenn United eru tregir til þess að borga leikmanni sem kominn er yfir þrítugt sem samsvarar £20 milljónum á samingstímanum.

…og þessi hér
Breska blaðið News of the World greinir frá því í dag að Manchester United séu á höttunum eftir argentínska miðvallarleikmanninum Andres D´Alessandro.

Samkvæmt frétt blaðsins hefur United lagt fram £14 milljóna tilboð og haft er eftir yfirmanni River Plate að viðræður séu í gangi.