Stoke tapaði enn einum leiknum um helgina á móti Reading. Stoke situr núna í fimmta sæti og hafa náð hræðilegum árangri í seinustu leikjum. Arnar Gunnlaugsson var keyptur til Stoke fyrir helgina og var í liði Stoke en náði ekki að setja mark sitt á leikinn frekar en aðrir. Stoke vann leik 5-1 fyrir svona 1 1/2 viku en tapaði síðan næsta leik. Það virðist vera enginn stöðugleiki í þessu liði. Um jólin fannst manni eins og Stoke gæti varla tapað leik en núna geta þeir varla unnið leik. Þrátt fyrir að Bjarni Guðjónsson sé með flestar stoðsendingar í annarri deild náþeir ekki að skora nóg. Ég er samt mjög bjartsýnn og held að þeir komist upp í 1.deild, en samt held ég að þeir þurfi að fara í útsláttakeppnina.