Ég var að lesa í gömlu EM 2000 blaði um hjátrúafulla leikmenn og ég ætla að segja frá nokktum þeirra.

Robert Pires: Er hjátrúarfullur og árátta hans nokkuð frumleg. Eftirfyrsta sigurleikinn sem atvinnumaður árið 1993 ákvað Pires að skipta ekki um nærbuxur á meðan liðið sigraði. Eftirtapleikiskipti hann loks um brók. Þetta hefur meira að segja gengið svo langt að mamma hans hefur tekið ,,Lukkubrókina” með í kirkju og látið blessahana.

Félagi hans í Franska landsliðinu Lilian Thuram er ekki alveg eins öfgafullur en hann fer alltaf með bæn fyrir leiki.

Þýski framherjinn Oliver Bierhoff undirbýr sig alltaf eins fyrir leiki og hefur það fyrir venju að borða alltaf einn disk afpasta 3 tímum og 30-45 mínútum fyrir leik.

Andy Cole: Hefur það fyrir sið að fara alltaf síðast í stuttbuxurnar og síðastur leikmanna út á völlinn.

Portúgalski snillingurinn Luis Figo, sem leikur með Real Madrid, vandar sig ávallt við að ganga inn á völlinn. Hann hefur það fyrir sið að stíga alltaf með vinstri fótinn first inn á grasið.

Gary Neville neitar að syngja þjóðsönginn fyrir leiki því honum finnst það boða ógæfu. Hann segist aldrei syngja þjóðsönginn áður en hann hefji leik með Manchester United og vill undirbúa sig fyrir landsleiki á nákvæmlega sama hátt.

Júgóslavneski miðjumaðurinn Dejan Stankovic komst einhvern tíma að þvíað honum gengur best í treyju númer 6. Hjá Lazio spilar hann í skyrtu númer 20 en innan undir liðstreyjunni er han alltaf í bol þar sem hann þar sem hann hefur sjálfur tússað tóluna 6 á bakið.

Spænski leikstjórnandinn Josep Guardiola hlustar alltaf á sorgleg lög fyrir leiki og þá kemst hann í rétt hugarástand fyrir leikinn.