Áttu Liverpool að selja Fowler. Eftir að hann fór þá byrjaði hann að skora. Manni finnst kaupin á Anelka ekki hafa verið, allavega hingað til. Svo hefur maður aldrei séð Milan Baros spila, hvað eru Liverpool menn eiginlega að meina. Áður en hann kom var hann sagður einn efnilegasti sóknarmaður í Evrópu. Þó að Owen og Heskey séu hrökknir í gang þarf liðið að eiga framherja á bekknum sem getur komið inn á og skorað. Svo er það Jari Litmanen, hann hefur ekki fengið mörg tækifæri, en mér finnst hann hafa bara spilað vel þar sem hann hefur komið við sögu. Í seinustu leikjum hefur líka verið skipt um taktík hjá liðinu. Þeir eru byrjaðir að spila stutt í staðinn fyrir þessar löngu sendingar. Fyrri leikstíllin snérist bara um þaðaðsparka tuðrunni fram á Heskey, hann átti að skalla boltann aftur á Owen. Þessir leikir sem þeir spiluðu svona voru þeir leiðilegustu leikir sem ég hafði séð þá spila, enda skoruðu þeir fáum sinnum fleira en eitt mark. En núna fær maður bara hroll að sjá þá spila. Ef Púllarar hald svona áfram er ekki spurnig að þeir hampa dollunni.