Búast má við því að Steven Gerrard verði frá keppni næstu þrjár vikurnar, eftir að hafa tognað í nára í leiknum gegn Galatasaray. Það þýðir það að hann mun missa af leiknum gegn Everton á morgun ásamt útileiknum gegn Galatasaray og Fulham.

Phil Thompson skýrði frá þessu í dag: “Steven verður ekki með okkur næstu tvær til þrjár vikurnar. Við ætlum okkur að passa vel uppá hann og við tökum enga áhættu. Við erum búnir að skoða þetta vel núna og þrátt fyrir það að hann jafni sig yfirleitt fljótt á svona meiðslum, þá eru þessi meiðsli aðeins meiri en vanalega. Þetta kemur á versta tíma fyrir hann, því hann var farinn að nálgast sitt besta form og hefur verið frábær að undanförnu. Það er sérstaklega sárt fyrir hann að missa af viðureigninni við Everton á morgun.” Þetta er auðvið vont fyrir leikinn gegn Everton,því Gerrard hefur verið að spila svo vel að undanförnu. Ætli að Phil Thompson stilli því ekki Murphy inn á miðjuna og Smicer út á hægri kantinn.