Það mun nú vera ljóst að Alberto Zaccheroni verður ekki lengur með Lazio en út þetta tímabil. Gengi liðsins hefur verið afleitt (segi ég, Milan-maðurinn…) og Sergio Cragnotti ætlar að taka málið föstum tökum, að hætti hússins.
Fyrst er að nefna að næsti þjálfari verður Roberto Mancini. Það mun nokkuð ljóst ef marka má helstu netmiðla. Hann verður samferða JS Veron gegnum dyrnar hjá Lazio því Argentínumaðurinn mun hafa náð samkomulagi í aðalatriðum við gamla liðið sitt, þrátt fyrir ítrekaðar neitanir í um það mál. Í gættinni munu þeir hinsvegar mæta Alessandro Nesta, sem mun nokkuð örugglega kveðja ljósbláa Rómarklúbbinn. Man Utd, Inter Milan og Real Madrid eru líklegustu áfangastaðirnir.
Þá er Stefano Fiore á leiðinni til Parma í skiptum fyrir Matias Almeyda og eitthvað af reiðufé.
(Samantekið af nokkrum netsíðum)