Eins og menn muna kom hérna grein sem fjallaði um 22 manna hópinn hjá Ítalíu á HM. Ég ætla að tala um möguleika Ítala á HM (könnun kemur 28. feb um hvernig þeim mun ganga á henni).
Ég held að Ítalar (sem ég held reyndar með) eigi einu mestu möguleikana ásamt Brasilíu, Frakklandi en Argentína tel ég þó sigurstranglegasta.
Það verður líka gaman að sjá hvað Trappatoni nær útúr liðinu. Það er mjög líklegt að hann noti 3-5-2 leikkerfið með Totti fyrir aftan Del piero og Vieri. HAnn er áður búinn að segja að hann lætur Totti vera leikstjórnandann í liðinu og hann muni leika lykilhluterkið í liðinu. Hann getur samt ekki litið framhjá Del Piero, sem komst reyndar ekkert í liðið á EM 2000 eftir frábæra frammistöðu Totti í fyrstu leikjunum meðan Del Piero var tæpur á meiðslum. Hann hl´´ytur þá að hafa Inzaghi á bekknum. Síðan þar fyrir aftan hafur hann líklega á köntunum Zambrotta og vonandi Doni(samt líklegri Pesotto og einhver sem ég er að gleyma).Inni á miðru miðjunni verða kannski Tacchinardi, Tommasi, C.Zanetti, Fiore(verður líklega varamaður fyrir Totti) og svo auðvitað Gamli maðurinn Albertini. Tel ég þó best að hafa Tacchinardi og Tommasi. Í vörninni verða auðvitað Nesta, Cannavaro og Maldini. Í markinu verður líklega Buffon en Toldo er s.s. jafn líklegur.
Ég spái þeim 2-4 sæti.
Áfram Roma
Áfram Ítalía