Breska slúðurblaðið News Of The World segja umboðsmann franska landsliðsmannsins David Trezeguet hafa komið til London á fimmtudaginn og þar hafi hann átt leynilegan fund með Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, um hugsanleg kaup félagsins á leikmanninum fyrir metfé frá Juventus.

Umbinn, Antonio Caliendo, segir í viðtlali við blaðið að viðræður hafi gengið vel og í raun sé allt klárt frá leikmannsins hendi um að flytjast yfir til Englans, það séu aðeins félögin sem eigi eftir að komast að samkomulagi um kaupverð, og er talið nokkuð víst að Trezeguet verði vart seldur fyrir minni upphæð en 50 milljónir punda, sem er svipað og Juve fengu fyrir Zidane á síðasta ári.

“David er mjög spenntur yfir þeim möguleika að fara til Arsenal. Hann veit vel af áhuga annarra félaga á borð við Real Madrid og Barcelona, en draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal og undir stjórn Wenger.

”Við erum ánægðir með það sem Arsenal hafa upp á að bjóða og nú er það bara í höndum félaganna að ná samkomulagi um kaupverð," sagði Caliendo.

Fari svo að Trezeguet gangi til liðs við Gunners, þá hittir hann þar fyrir félaga sína úr franska landsliðinu, þá Thierry Henry, Patrick Vieira, Robert Pires og Sylvain Wiltord. Það vill einnig svo skemmtilega til að Trezeguet lék undir stjórn Arsene Wenger hjá Monaco á sínum tíma ásamt engum örðum en Thierry Henry.



Ath þetta er Copy paste frá www.gras.is