Stórleikur ítalska boltans fór fram í gær þar sem toppliðið Roma mættu Juventus sem hafa verið í feikna formi og náðu toppsæti heimslista CNN í síðustu viku. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en var þrátt fyrir það fín skemmtun.

Cafu, bakvörður Roma reyndist varnarmönnum Juve erfiður og honum tókst að veiða Mark Iuliano útaf í fyrri hálfleik. Það tók allt bit úr sókn Juventus og Lippi neyddist til að skipta út Del Piero.
Juventus tókst samt, með sterkum leik og töluverðri heppni, að hanga á þessu stigi og Lippi er því ennþá ósigraðir á ólimpíuleikvanginum.

Það er kanski ekki alveg að marka leikinn í gær þar sem Juve voru einum færri í klukkutíma, en í heildina séð tel ég að Roma sé með sterkara lið. Það eru betri menn í flestum stöðum og meiri breidd í þeim. Mér fynst að vísu Del-Piero betri en Fransesco Totti, en Battistuta, Delvecchio og Cassano eru allir heimsklassas strikerar, og saman mynda þeir sterkari sóknarþunga en Del Piero og Trezi gera.

Það er alveg morgunljóst að Ancelotti (fyrrum þjálfari Juve) hefur nú ekki gert gott úr þeim peningum sem hann fékk til mannakaupa. Paramatti er alls ekki hæfur í þetta lið. Lippi hefur reyndar losað sig við marga sem Ancelotti keypti, en fyrir vikið vantar breydd í liðið.

Ég er hræddur um að Roma taki titilinn í ár, Juve þarf aðeins meiri tíma. Rómverjar hafa reyndar verið mistækir gegn smáu liðunum og er það eina vonin sem maður bindur sig við……….


FORZA JUVE

gas81