Þær fjárhæðir sem félagslið víða erlendis eru að greiða fyrir góða leikmenn hafa undanfarin ár rokið upp úr öllu valdi. Dæmi eru til um að lið séu að greiða hátt í fjóra milljarða íslenskra króna fyrir einstaka leikmenn. Þetta gerir það að verkum að stærri félögin, sem eiga hvað mestan pening, fjarlægjast sífellt smærri liðin, því aðeins stóru, ríku og góðu liðin hafa efni á að greiða góðum leikmönnum laun upp á tuttugu miljónir króna á mánuði. Ég tel þetta vera þróun til hins verra og gerir það að verkum að í nánustu framtíð verður ekkert spennandi að horfa á fótbolta lengur. Ef maður veit alltaf hvaða lið er betra og vinnur. Verður ekki gripið í taumana undir eins, hvernig sem farið er að því, mun knattspyrnan verða leiðinlegri í okkar nánustu framtíð. Amen.