Guðmundur ekki með KR að ári
              
              
              
              Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson, sem leikið hefur með KR undanfarin ár, verður ekki í herbúðum Íslandsmeistaranna á næstu leiktíð.  Samningur hans við KR rennur út 31. desember næstkomandi.  Forsvarsmenn KR buðu honum tilboð, en Guðmundur hafnaði því og gerði gagntilboð.  Gagntilboð Guðmundar töldu KR-ingar óraunhæft og verður Guðmundur ekki í herbúðum KR-inga að ári.  Það er því ljóst að báðir sóknarmenn KR, Andri Sigþórsson og Guðmundur Benediktsson verða hvorugur með KR á næstu leiktíð.  Og ekki hafa KR-ingar fengið neinar greiðslur fyrir kappana og því er ólíklegt að KR muni tefla fram jafn sterkum sóknarmönnum á komandi ári.
                
              
              
              
              
             
        




