Jack Wilshere er maður sem vakið hefur athygli útum allan heim fyrir það hvað hann hefur haft fram að færa í fótboltanum með Arsenal á tímabilinu. Wilshere er fæddur á nýársdag á því herrans ári 1992 og er líklega besti leikmaður heims í sínum aldursflokki. Wilshere er stóröflugur örvfættur leikmaður sem getur ýmist spilað sem annar framherji (Second striker) þar sem Bergkamp gerði garðinn frægan á sínum tíma, sóknartengiliðs eða kantmanns.

Wilshere fæddist og ólst upp í Hitchin í Hertfordshire á Englandi og gekk í Whitehill Primary School og The Priory School. Hann byrjaði að æfa fótbolta sem nýliði hjá Luton Town FC og fór í október 2001, þegar hann var 9 ára gamall í akademíu Arsenal. Árið 2007, þegar hann var 15 ára gamall var hann valinn fyrirliði undir-16 ára liðs Arsenal.

Síðan árið 2006 hefur Wilshere verið fastamaður í unglingalandsliðum enska landsliðsins og ýmist spilað einum árflokk framyfir. Hann spilaði 3 leiki fyrir U-16 landsliðið á 15 ára aldri, skoraði ekkert mark og hefur spilað 6 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og skorað 2 mörk.Arsenal vann A-riðil í keppni fyrir U-18 liðið þegar Wilshere hjálpaði til við að leggja Watford með því að skora þrennu. Hann var valinn í aðallið Arsenal fyrir undirbúningstímabilið og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið þegar hann kom inná í hálfleik fyrir Henri Lansbury í vináttuleik gegn Barnet.

Wilshere var úthlutað númerinu 19 fyrir þessa leiktíð sem áður hafði verið notað af Gilberto Silva sem í sumar var seldur til Panathinaikos og spilaði sinn fyrsta alvöru leik fyrir félagið 13. september þegar honum var skipt inná á 84. mínútu fyrir Robin van Persie í leik gegn Blackburn á Ewood Park.

Aðeins 10 dögum síðar varð Wilshere yngsti leikmaðurinn til að byrja alvöru leik fyrir hönd Arsenal, þá 16 ára og 256 daga gamall en þetta var deildarbikarleikurinn eftirminnilegi gegn Sheffield United en Wilshere skoraði 1 af 6 mörkum Arsenal sem fóru á kostum og lögðu Sheff Utd 3-0. Mörgum rennur einnig í minni þrenna Mexíkanans Carlos Vela í leiknum.

Hann byrjaði einnig gegn Wigan í 3-0 sigri liðsins, skoraði að vísu ekki, en skapaði ávallt hættu á andstæðingana og lagði upp fyrsta markið á Jay Simpson. Wilshere var þar valinn maður leiksins en var of ungur til að fá kampavínið sem ávallt fylgir með þeim heiðri að vera valinn maður leiksins.

Það er ljóst að þessi maður hefur alla burði til að verða meðal fremstu knattspyrnumanna heimsins á næstu árum og vonandi að hann geti fyllt sem allra fyrst í einhverja af þeim stöðum sem okkur Arsenal mönnum vantar leikmenn í.