Blessunarlega virðist Parma vera að rétta úr kútnum eftir hrikalega byrjun. Maður var hreinlega farinn að halda að þetta skemmtilega lið væri á leiðinni niður í Serie B. En mannskapurinn virðist loks kominn á beinu brautina og Marco Di Vaio er auðvitað frábær framherji sem erfitt verður að sniðganga þegar kemur að því að velja HM hópinn - allavega þegar hann er í þessum ham. Netmiðlar hafa einnig verið að greina frá því að þjálfari Chievo Verona, Luigi Del Neri, hafi mikinn hug á að taka við þjálfun Parma í sumar. Það væri gríðarlegur fengur fyrir klúbbinn að fá Del Neri, sem hefur gert þetta fyrrum smálið að toppliði í einni erfiðustu deildarkeppni í heimi knattspyrnunnar.
Við þetta má svo bæta að ég vona að Carlo Ancelotti þjálfi AC Milan ekki lengur en út þetta ár, því liðið hefur sjaldan spilað jafn bragðdaufan og árangurslausan bolta og nú undir hans stjórn. Þetta er bara boring og liðið er aftur með það höfuðmarkmið að ná inni í CL - allur séns á Lo Scudetto löngu fokinn í veður og vind. Helvítis…