Manchester United stöðvaðir ..... Það hlaut að koma að því að Rauðu djöflarnir í Manchester United yrðu stöðvaðir. Það kom náttúrlega ekkert annað til greina þegar Liverpool komu í heimsókn á Old Trafford en sigur enda höfðu Liverpool menn unnið seinustu fjórar viðureignir liðanna. Leikurinn var alveg höruspennandi og fyrsta klukkutímann vörðust gestirnir hetjulega meðán heimamennirnir sóttu stíft á meðan Liverpool beittu skyndisóknum. Ruud Van Nistelroy er búinn að vera að leika sér að því að skora gegn lélegri liðum eins og Southampton, Fulham og Blackburn en þegar það kemur í stórleik þá stóðst hann einfaldlega ekki álagið. Þetta fór eins seinast þegar hann mætti Jerzy Dudek markverði Liverpool í Hollandi fyrir tveimur árum. Þá varði Dudek eins og berserkur og Nistelroy varð að lúta í lægra haldi. David Beckham talaði digurbarkarlega fyrir leikinn að núna ætluðu þeir sér sko að sýna Liverppol í tvo heimanana. Á meðan Liverpool menn voru ekkert að tjá sig mikið heldur létu verkin tala. Þegar sex mínútur voru eftir skoraði Danny Murphy sigurmarkið eftir sendingu frá Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti líkt og í fyrra á Old Trafford þegar Liverpool unnu þar. Liverpool náðu að skjótast upp í þriðja sætið með þessum sigri og eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Manchester United.