Hver verður með Michael Owen í landsliðinu á HM ?? Þetta er stóra spurning sem Sven Göran þarf að spyrja sjálfan sig að. Það er einn leikmaður sem hefur skorað mikilvæg mörk á móti Liverpool, Arsenal, Manchester United, Chelsea og Aston Villa. Hver skyldi það vera ? Æji, nei það er Michael Ricketts framherji Bolton.
Hann á ekki eftir að verða valinn af því að hann er ekki að spila með topliði eins og aðrir sem eru að keppa um sætið lausa. Meðal þeirra eru Andy Cole og Robbie Fowler sem nýlega hafa báðir skipt um lið til þess að sýna þjálfaranum að þeir eigi sætið skilið. Andy Cole er búinn að skora tvö mörk í þremur leikjum með nýja liðinu sínu Blackburn Rovers og Robbie Fowler er búinn að skora sex mörk í níu leikjum með Leeds United.
Af hverju ætti Michael Ricketts að vera valinn fram yfir hina tvo frábæru leikmennina ? Hann er í hörkuformi og er óstöðvandi þessa daganna og það er líklegt að svo verði áfram. Ef Owen fær ekki einhvern ferskan með sér þá geta Englendingar gleymt þessu HM ævíntýri enn eina ferðina. Emily Heskey sem er venjulega frammi með honum bæði hjá Liverpool og landsliðinu er ekki að skora og það ætti því að skipta honum út. Þeir sem koma til greina eru Cole, Fowler, Sheringham, Phillips og Ricketts. Þeir ættu að velja Fowler á bekkinn og Ricketts í byrjunarliðið með Owen.