Miðvikudaginn 16.janúar tók Chelsea á móti Norwich. Fyrstu 12.min fóru fram í vítateig gestanna en á 11.min skoraði Mario Stanic. Leikurinn varð daufur eftir það og ekki mikið um færi það sem eftir lifði af fyrri-hálfleik. En á 56.min skoraði svo Frank Lampard mark eftir að markmaður Norwich hafði varið gott skot frá Stanic. Á 63.min skoraði Zola svo eitt af mörkum ársins að mínu mati. Hann framkvæmdi hælspyrnu sem hafnaði uppi í vinklinum eftir hornspyrnu. Fjórða markið skoraði svo Forssel á 88.min með góðu skoti. Stuttu seinna skoraði svo Zenden mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu, sá sem lýsti leiknum á Sýn sagði:Hvernig í ósköpunum getur þetta verið rangstað, hann er alls ekkert rangstæður. Þannig að leiknum lauk með öruggum sigri Chelsea 4-0. Skiptingar Chelsea:J.Morris(S.Jokanovic),Eiður Smári(M.Forssel),M.Melchoit(B.Zenden).