Southampton-Manchester United Síðustu helgi fór fram heil umferð í Ensku deildinni. Mér til mikillar ánægju komust Man Utd á topp Úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri á Southampton sem þann 9.janúar sigraði Liverpool á heimvelli 2-0 með marki James Beattie úr vítaspyrnu og sjálfsmarki Jon Arne Riise og því var sjálfstraust þeirra í hámarki og var það víst að ekki var við neina aukvissa að etja. Man Utd voru í öðru sæti fyrir þennan leik með 39 stig 2 stigum minna en Leeds en jafn mörg stig og Newcastle og Arsenal(sem eiga leik til góða) en með betra markahlutfall.
Leikur Southampton og Man Utd var leikinn sunnudaginn 13. janúar á St. Mary´s vellinum í Southampton. Leikurinn var flautaður á klukkan 14:00. Eftir tæpar þrjár mínútur kom fyrsta færi og jafnframt fyrsta mark leiksins og var það Jason Dodd sem gaf fyrir mark United og þar vann James Beattie skallaeinvígi við Blanc og skallaði hann óverjandi niður í vinstra hornið.
Annað atvik leiksins var 5 mínútum seinna og það var Nistelrooy sem renndi boltanum framhjá Jones í markinu og kom þetta eftir frábæran samleik Beckham, Scholes og Nistelrooy.
Á 23 mínútu var James Beattie borinn meiddur af velli sárkvalinn og kom Ekvadorinn Delgado inn á fyrir hann í snn fyrsta leik fyrir Southampton og tíu mínútum seinna átti hann svo góðan skalla í stöng.
Á 41 mínútu á Marian Pahars svo skot í slánna þrátt fyrir að vera gegn opnu marki en Phil Neville pressaði þó vel að honum.
Á 45 mínútu er brotið á Scholes rétt fyrir utan teig og það er Beckham sem skrúfar aukaspyrnuna í vinstra hornið og kemur Man Utd í 2-1.
Þrátt fyrir að eiga hálfleikinn kláruðu Southampton ekki færin sín og leyfðu Man Utd að taka forystuna.

Í hálfleik kom Irwin inná fyrir P. Neville, og einhver gaur kom inn á hjá Soton.

Á 47 mínútu á Beckham aukaspyrnu sem Jones ver vel og 8 mínútum seinna á Solskjaer skalla í slá og markið lá í loftinu.

Á 60 mínútu kom Omerod inn á fyrir Fernandes hjá Soton og rétt eftir það fær Solskjaer opið færi og skorar með góðu skoti sem Jones ver inn.
Eftir þetta gerðist bara að ég held ekki neitt (kannski hef ég bara sofnað) nema að Giggs kom inn á á 86 mínútu en Man Utd stjórnuðu leiknum og gáfu Southampton engan séns á endurkomu og kláruðu leikinn með sóma. Fyrirgefiði ef ég missti af einhverju.

Liðin:

Jones

Dodd Lundekvam Williams Bridge

Telfer Marsden Svenson Fernandes(Omerod)

Beattie(Salgado) Pahars


Nistelrooy(Giggs) Solskjaer

Beckham Scholes Keane Verón

Silvestre G.Neville Blanc P.Neville(Irwin)

Barthez

Dómari: S G Bennett

Áhorfendur: 31.858

Skúrkur leiksins: David Williams

Einkunnir:

Barthez 8
P.Neville 8, Irwin 7
G.Neville 8
Blanc 7
Silvestre 8
Beckham 9
Keane 8
Scholes 9
Verón 7-8
Nistelrooy 9, Giggs ???
Solskjaer 9


Þetta var 8 leikurinn í röð sem Ruud van Nistelrooy skorar í og lítur út fyrir að hann ætli hreinlega bara aldrei að hætta að skora og hefur hann sannað að hann er efni í að verða ein af hetjunum í sögu félagsins. Því þrátt fyrir fá leiki fyrir félagið er hann með 0.96 mörk í leik sem verður að teljast nokkuð gott.
Markið hans Beckham var kærkomið fyrir hann enda hafði hann ekki skorað í 8 leikjum í röð.
Solskjaer var að setja mark annan leikinn í röð.
Irwin var að spila í fyrsta skipti í tæpa tvo mánuði.
James Beattie sýndi enn og aftur að hann er frábær framherji og ég væri vel til í að sjá hann í United.

Staðan:

Lið Leikir Stig
1. Man. Utd 22 42
2. Newcastle 22 42
3. Leeds 22 41
4. Arsenal 21 40
5. Liverpool 22 39
6. Chelsea 22 34
7. Aston Villa 22 32
8. Tottenham 22 31
9. Fullham 21 30
10. Charlton 22 29
11. West Ham 22 28
12. Sunderland 22 27
13. Everton 22 26
14. Blackburn 22 25
15. Southampton 22 25
16. Bolton 22 24
17. Middlesboro 21 22
18. Ipswich 22 21
19. Derby 22 19
20. Leicester 21


Man Utd eru nú bara komnir rúmlega hálfa leið:o) nei,nei ég segi bara svona, það er mikið eftir og það eru 5 lið sem berjast um titilinn.
Næsti leikur er svo á móti Blackburn á heimavelli og verður skrítið að sjá Andy Cole í Blackburn treyju.