Stein telur að Nistilteinninn hirði metið
Framherjinn snjalli, Ruud Van Nistelrooy, skoraði eitt marka
Man United í gær og var þetta sjöundi deildarleikurinn í röð
sem hann skorar mark í. Þar með er han búinn að jafna met
Mark Stein sem skoraði í sjö leikjum í röð með Chelsea árið
1994. Sir Fergie telur að Hollendingurinn geti vel bætt metið því
hann sé í gríðarlega góðu formi. “Í þessu formi er allt hægt,”
sagði stjórinn.
Alan Shearer og Mark Stein telja hann líklegan til að setja nýtt
met. Shearer sagði: “Við vitum öll að hann er toppframherji sem
skorar þannig að það virðist ákaflega auðvelt. Og þar sem hann
er að spila í liði sem virðist á mikilli uppleið er hann líklegur til að
skora í hverjum leik.”
Mark Stein er þessa dagana hjá utandeildarliði Dagenham og
hann telur að Nistelrooy eigi eftir að slá metið. “Hann er
einstakur leikmaður og á eftir að slá öll met. Þetta er frábær
árangur hjá honum.”