Pepsi Max Street Soccer Knattspyrnumótið
á Ingólfstorgi helgina 11-12 júlí


Pepsi Street Soccer Knattspyrnumótið er viðburður sem verður haldin á Ingólfstorgi
helgina 11-12 júlí.Þetta mót skiftist niður í 2 hluta Þ.a.s Knattspyrnumótið sjálft og halda á lofti keppni og verður í henni krýndur í fyrsta skipti á Íslandi, Íslandsmeistari í að halda á lofti.Vegleg verðlaun verða veitt fyrir sigurvegarana í hvorri grein.

Pepsi Max verður með partý kringum mótið og torgið verður sneisafullt af gosi fyrir keppendur og áhorfendur.

Beatur og BangZ sjá um að þeyta skífum á meðan keppni stendur yfir.

Kristinn Jakobsson atvinnudómari er ný komin heim eftir dómgæslu á EM og mætir á svæðið til að dæma úrslitaleikin á Laugardeginum.

Það er keppt í Street Soccer í mörgum löndum og eru þetta stórir viðburðir út um allan heim og eru heilu sjónvarpstöðvanar að kaupa sjónvarpsrétt af mótunum úti,margir af bestu fótbolta köppum heims byrjuðu að sprikkla með boltan á götuni og vilja margir meina að Knattspyrnan hafi byrjað á götuni.Þannig að núna er komið að því að við Íslendingar tökum leikin á Götuna.

Street Soccer Knattspyrnumótið

Leikið verður á velli sem er sirka 22 metrar á lengd og 10 metrar á breidd og eru hvítar línur sem afmarka völlin.Notast verður við venjulegu handboltamörkin sem flestir kannast við.
Hvert lið spilar með 3 leikmenn inn á vellinum en mega vera með allt að 3 varamenn,samtals 6 leikmenn í hverju liði en minnst 3 leikmenn í hverju liði.
Aldurstakmark er 16 ára í Street Soccer mótið sjálft og mega keppendur ekki vera skráðir í úrvalsdeildini né fyrstu eða annari deildini og verðum við með lista frá KSÍ með nöfnum yfir skráða leikmenn og ef þetta kæmist upp þá yrði því liði vísað úr keppnini.
Skráningargjaldið er 7000 kr á lið (sirka 1200 kr á mann ef 6 í liði) og þarf að greiða það strax við skráningu.
ATH að það er bara pláss fyrir 48 lið í þessu móti og það verður fljótt að fyllast.

Street Soccer Halda á lofti mótið

Krýndur verður Íslandsmeistari í fyrsta skipti í að halda bolta á lofti á íslandi og vegleg verðlaun og Bikar veitt þeim einstaklingi sem heldur boltanum lengst á lofti.
Hver vill ekki verða fyrsti opinberlegi íslandsmeistarin í að halda bolta á lofti ?
Það er ekkert aldurstakmark í þessa keppni og bæði fyrir stráka og stelpur.
Skráningargjaldið er 1000 kr í þetta mót.

Staðsetning - Ingólfstorg

Hvenar/Kl

Föstudagur - Mótið byrjar kl 16.00 og verður spilað til 20.00
Laugardagur - Mótið byrjar kl 10.00 - 17.00

Tek það fram að mótið á eftir að fyllast á notime því það er bara pláss fyrir
48 lið í mótinu.

Skráning í mótið hefst á mánudagin 7 júlí í síma 6609765 og allar upplýsingar um mótið í sama númeri.


Ég tek það fram að mótið verður auglýst eftir helgi í öllum fjölmiðlum.
Word to your mother !!