Robbie Fowler hefur skorað 6 mörk í 8 leikjum fyrir Leeds og hugur hans stefnir á HM í sumar.

Hann greinir á opinskáan hátt frá samvistarslitum sínum við Liverpool í viðtali við The Times: “Það kom mér virkilega á óvart að Liverpool skyldi selja mig til liðs sem að kljást við þá um titillinn. Ef ég væri formaður félags eða framkvæmdastjóri þá myndi ég aldrei selja einn af bestu leikmönnum liðsins sem væri líklegt til að veita þeim harða samkeppni um titillinn. Ég held að forráðarmenn Liverpool hafa verið smeykir vegna þess að ég átti einungis 18 mánuði eftir af samningnum mínum. Ég bað aldrei um nýjan samning vegna þess að ég beið þess að þeir myndu taka fyrsta skrefið. Þeir töluðu um í sumar að þeir ætluðu að bjóða mér nýjan samning en það náði ekki lengra. Liverpool lagði ALDREI nýjan samning á borðið.

Hafði Gérard virikilega trú á mér? Það er virikilega erfitt að svara því. Ég sat stundum inná skrifstofu hans og hann talaði um að ég væri stórstjarna í enska boltanum og gæti verið sá besti. Mér líkar enn mjög vel við Gérard og ég vil ekki halda því fram að hann hafi flæmt mig í burtu. Fólk verður bara að lesa á milli línanna. Hann gerði mig að fyrirliða sem var mikill heiður en það kom oft fyrir að ég fór til hans og spurði hversu margir fyrirliðar í úrvalsdeildinni væru sitjandi á bekknum. Þegar þú situr á bekknum þá er frekar erfitt að láta að sér kveða sem fyrirliði. Þegar einhver okkar fékk rautt spjald og við vorum einum manni færri eða liðið þurfti að breyta um leikstíl þá var mér alltaf fórnað. Ég hélt ávallt að fyrirliðinn ætti að vera inná vellinum til að berja hinum leikmönnunum baráttuhug í brjóst. Ég var gerður að fyrirliða vegna þess að ég hafði verið lengi hjá klúbbnum. Það var eina ástæðan.

Staðreyndin er að ég var þriðji valkostur í framlínuna. Það var augljóst að ég var ekki einn af þeim 11 leikmönnum sem Gérard vildi helst nota. Nú er mikilvægt tímabil í gangi enda er heimsmeistarakeppnin framundan í sumar. Ég missti af HM 1998 og ég vil ekki missa af annarri heimsmeistarakeppni. Ef þú ert þriðji valkostur með tvo landsliðsframherja undan þér í röðinni þá er frekar erfitt að komast langt hjá landsliðinu. Þetta var hugrökk ákvörðun hjá mér og í augnablikinu virðist hún hafa verið sú rétta.”