Cardiff áfram í bikarnum .... Cardiff City kom heldur betur að óvart núna í dag með því að sigra efsta liðið í úrvalsdeildinni Leeds United 2-1 á heimavelli. Mark Viduka kom Leeds yfir í fyrstu sókn Leeds á tólfu mínútu og það virtist vera að Leedsarar væru í góðum málum. En á 21 mínútu þá jafnaði Graham Kavanagh fyrrverandi leikmaður Stoke City leikinn með marki beint úr aukaspyrnu, sem minnti mann á það þegar Maradona var upp á sitt besta, algjörlega óverjandi. Þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir að leiknum fengu Cardiff hornspyrnu sem var glæsilega tekin og Scott Young leikmaður Cardiff sem hefur verið alla sína tíð hjá liðinu átti hörkuskot að marki sem David Batty bjargaði á línu en hann fékk boltann aftur umkringdur leikmönnum Leeds og hamraði boltanum í netið og staðan orðinn 2-1 Cardiff í vil. Leikmenn Leeds sóttu rosalega þungt eftir þetta í örvæntingu sinni til þess að jafna en allt kom fyrir ekki. Cardiff City var komið í fjórðu umferð og Leeds United komið í frí úr bikarkeppninni, óvæntustu úrslit í bikarkeppninni í mörg ár staðreynd !!!!!