Stuttu eftir að það fréttist að Veigar Páll Gunnarsson ætlaði að spila hér á landi í sumar fóru lið að sýna mikinn áhuga á að hafa hann í sínum herbúðum. Veigar hefur að undanförnu spilað hjá Strömsgodset í Noregi en ætlar að snúa heim í haust. Bikarmeistarar Fylkis og KR hafa bæði gert tilboð í hann. Einnig er fastlega búist við því að Stjarnan muni blanda sér í slaginn um þennan leikmann þar sem hann er uppalinn í Garðabænum. Það er samt spurning hvort að Veigar sé tilbúinn að leika í B-deildinni en Stjarnan setur stefnuna á að komast upp í sumar. Það verður spennandi að sjá hvert Veigar fer, ég tippa á Fylki. Þeir þurfa einhvern til að fylla skarðið sem McFarlane, Pétur Björn og Sævar Þór (er hann ekki annars farinn?) skildu eftir sig og eiga örugglega ágætis gommu af peningum.