Kieron Dyer að skrifa undir nýjan samning. Kieron Dyer hinn frábæri miðjumaður Newcastle er að fara að skrifa undir nýjann samning við félagið. Ef hann skrifar undir nýjan samning yrði það gífurlegt áfall fyrir bæði Manchest United og Leeds United sem bæði buði 15 Milljón pund í leikmanninn í fyrra en báðum tilboðunum var hafnað þá.
Dyer á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum og vill framlengja þann tíma. Það yrði gífurlegur léttir fyrir Bobby Robson ef hann nær að semja við Dyer því að hér er um að ræða einn allra besta miðjumanninn í enska boltanum í dag þegar hann er í formi. Hann byrjaði að spila aftur eftir 10 mánaða meiðsli núna um miðjan desember en þegar hann verður kominn á fullt skrið þá er fátt sem getur stöðvað hann. Það verður spennandi að sjá hvernig Newcastle stendur sig í toppbáráttunni við stórveldin Leeds, Liverpool og Arsenal þegar fram í sækir, en Dyer á eftir að vera þeim ómetanlegur í þeirri báráttu.