Poolarar þurrka svitann !!!! Ég er að velta fyrir mér sveiflunum hjá sumum liðunum á Englandi. Það er þekkt að mitt lið Aston Villa byrji ágætlega og svo síðan ekki söguna meir og sú er einmitt raunin núna. Þeir voru meðal þriggja efstu um tíma en eru nú dottnir niður í níunda sæti.
Ég er kanski mest hissa á því að þetta skuli vera svona hjá þessum svokölluðu “stóru liðum”. Man.Utd byrjaði illa og meira að segja Ferguson var búinn að gefa upp vonina um titil í ár. Núna allt í einu rjúka þeir upp stigatöfluna og eru komnir í annað sætið.
Það hlakkaði töluvert í áhangendum Liverpool yfir hversu illa Man.Utd. gekk en nú eru það þeir sem sitja og þurrka af sér svitann!!!! Þeir voru fyrir nokkru síðan með 14 stiga forskot á Man.Utd en núna eru Man.Utd komnir 1 stigi yfir. Vissulega veit ég að Liverpool á leik til góða en miðað við gengi þeirra Liverpool manna undanfarið þá skiptir það ekki svo ýkja miklu máli.
Ég er nú þeirrar skoðunar að það mætti aðeins stokka upp hvað varðar liðin sem hafa unnið titilinn. Mér þætti bara nokkuð sætt ef Leeds eða eitthvað annað lið yrði meistari. Það er alveg kominn tími til að það verði eitthvað annað lið en Man.Utd. Ekki væri heldur verra ef Leeds yrðu meistarar að það er fyrrum Liverpool maður sem er að gefa sínum gömlu félögum og öðrum langt nef. Hann hefur verið að gera afburða góða hluti undanfarið.