Andri Sigþórsson, sóknarmaðurinn snjalli í herbúðum KR-inga, fær ekki að fara út í atvinnumennsku fyrr en um áramótin, þegar samningur hans rennur út. Þá fer Andri til Austuríska félagsins Salzburg, en þeir greiða hvort eð er ekkert fyrir Andra, þannig að það skiptir KR-inga engu máli hvort þeir leyfa honum að fara eður ei. Andri hefur þurft að bíða óþarflega lengi eftir að komast út í atvinnumennsku vegna meiðsla, og það er alger óþarfi að hefta för hans enn lengur. Hvernig væri að sýna smá þakklæti fyrir vel unnin störf að undanförnu og leyfa þessum frábæra knattspyrnumanni að spreyta sig hjá stærri félögum erlendis án óþarfa tafa?