Tek þetta af Arsenal spjallinu eins og ég setti það inn núna rétt í þessu og copya hingað, nenni ekki að laga málfarið núna og því er ég að gera ráð fyrir að Arsenal menn séu að lesa í raun og veru, þó allir megi lesa að sjálfsögðu

“Jæja, kæru Arsenal aðdáendur, þar sem ég er í erfiðleikum með að sofna núna, ákvað ég að taka fartölvuna uppúr gólfinu og koma með minn fyrsta pistil í langan tíma á þetta spjall um okkar ástkæra klúbb sem vill svo til að kallar sig Arsenal. Ég hef gaman af því að hugleiða og ræða um knattspyrnu við fólk sem hefur áhuga á að ræða nokkuð hlutlaust um hlutina, það er það sem er skemmtilegast við fótbolta að mínu mati, það er að ræða hlutina við fólk sem er ekki í þessari endalausu hugleiðingum að allt við sitt lið er best og þannig, þó það leynist oft púki í fólki og maður vilji stríða hinum einstaka sinnum og segja hvað þeir eru hlægilega lélegir, en það er ekki gaman ef maður ræðir þannig óhóflega mikið.


Stundum þarf ég að ræða hlutina án þess að taka tillit til þess að ég sé Arsenal maður og viðurkenni ég alveg að Man Utd og Chelsea eru mun sigurstranglegri í deildina þó ég hafi alltaf trú á mínum strákum og að þeir muni vinna titil í ár því eins og ég hef sagt frá byrjun árs, við verðum Englands eða Evrópumeistarar, ef ekki bæði. Þrátt fyrir þá speki mína hef ég alltaf viðurkennt að Arsenal á við veikleika að stríða sem hin liðin hafa minna af. Þessir veikleikar liggja í breiddinni, það virðist oft sem einn leikmaður sé allt í öllu hjá okkur, á þessu tímabili hefur það aðallega verið Flamini. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu heilu tímabilin þá getum við ekki verið með eins slakan mann til að backa eins mikilvægan leikmann og Flamini upp og við erum með núna, ég hef sjaldan séð einn mann dala eins mikið og hann Gilberto okkar en hann dregur okkur bara niður og er að verða of hægur fyrir okkur. Ég bind reyndar miklar vonir við ungu stjörnur okkar í framtíðinni, eins og Diaby og Denilson, trúi að þeir stigi upp í framtíðinni og verði frábærir backups, en þeir eru ekki tilbúnir til þess að mínu mati í dag.


Sem sagt ef Flamini á slakan leik (Hefur það gerst yfir höfuð á þessu tímabili spyr ég? :P) eða er ekki með af einhverjum ástæðum, þá fer allt flæðið úr leik okkar og við dettum í þetta leiðindaform okkar að vera ekki að skapa næga hættu og þess háttar. Sama má segja með t.d. Fabregas, hann á það alveg til að týnast óvænt í leikjum eða hann er ekki með, þar höfum við tvo arftaka sem eru þeir Hleb og Rosicky, en þegar Hleb fer á miðjuna, þá finnst mér vanta alvöru mann á kantinn. Eboue var góður til að byrja með en er farinn að pirra mig á heilaleysi hans. Walcott á góða leiki inná milli en er sammála Wenger í því að hann er meiri striker en vængmaður. Þar er eitt sem við þurfum að styrkja því eftir að Pires og Ljungberg fóru höfum við haft Rosicky og Hleb aðal sem eru of miðjusinnaðir til að vera á kantinum, síðan eins og núna er Rosicky oftar en ekki meiddur, þá höfum við svo lítið úrval að Wenger er farinn að vera viljugur til að hafa Diaby á kantinum, sem er slæmt því hann er enginn kantmaður í sér, eða það sem verra er eins og hefur gerst, Fabregas á kantinn, það er bara waste-of-talent því þá er enginn góður til að koma inná miðjuna í staðinn, nema Hleb eða Rosicky, en hvað væri Wenger að hugsa ef hann myndi setja þá á miðjuna og Fabregas á kantinn?


Í Manchester United er sagan önnur, þar eiga leikmenn það til að týnast en þar eru aðrir menn sem geta klárað leikinn. Ronaldo á ekkert alltaf góðan dag, en United hafa oft sýnt það að það er ekki heimsendir þó hann sé ekki með, þeir hafa aðra menn eins og Tevez og Rooney, með leikstjórnanda eins og Anderson, tala nú ekki um á bekknum, þar sem þeir hafa ekki síðri mann, Paul Scholes, sem er reyndar að fara að syngja sitt síðasta í fótbolta sökum aldurs, en hann hefur enn hæfileikana. Djúpu miðjumennirnir eru síðan Carrick og Hargreaves sem eru bara líkt og Anderson og Scholes í mjög svipuðum getuklassa, og þarna eru menn inni sem geta verið á miðjunni ef allt fer á versta veg, eins og Nani , Fletcher og Giggs. Þeir eru með mjög breiða miðju sem sagt, sem er mjög mikilvægt í svona baráttu. Man Utd hafa síðan 3 hágæða framherja, 2 heimsklassa, Tevez og Rooney, síðan eina meiðslahrúgu hann Saha en þegar hann spilar, þá spilar hann oftar en ekki mjög vel og skilar sínu. Ronaldo getur síðan komið í framlínuna þegar Saha er meiddur og Tevez eða Rooney þurfa að vera fjarverandi einhverjar mínútur. Hjá Arsenal eru framherjar sem heita Eduardo sem er mjög góður á góðum degi, en þurfti því miður að lenda í Martin Taylor sem gjörsamlega tætti löppina á honum í sundur og spurning hvort hann verði ekki nema skugginn af sjálfum sér þegar hann kemur til baka. Bendtner er sterkur leikmaður sem getur gert gæfumun og skorað góð mörk þegar við þurfum á að halda. Walcott er yfirleitt notaður sem kantmaður en er framherji að upplagi og er að vaxa gífurlega vel, aðeins 19 ára. Svo eru það Emmanuel Adebayor, sem er alveg magnaður leikmaður á köflum, en er því miður of mikið fyrir að klikka á færum og er klaufi á köflum. Fáir eru gagnrýndir eins mikið og sá maður fyrir lélega nýtingu en er þrátt fyrir það með nálægt 20 mörkum í deildinni, sem segir sitt um það hve góður hann er að skapa sér færi. Allir vita hvað Robin van Persie getur á góðum degi, með hann í stuði getur Arsenal skorað eins mörg mörk og þeim lystir nánast, en hann er, líkt og Saha hjá United, of mikið frá vegna meiðsla og fellur því í skuggan á sjálfum sér þegar hann spilar oft.


Í bæði Man Utd og Arsenal eru markmannsstaðan ekkert til að hafa áhyggjur af, þá aðallega ekki hjá United. Ég held að ég hafi aldrei séð eins góðan þriðja markmann og hjá Man Utd eða Ben Foster, sem er án efa að mínu mati framtíðarmarkvörður Englendinga. Kuszczak nr. 2 og van der Sar sem fyrr númer 1, sem er meira en nóg. Í Arsenal hefur Manuel Almunia stigið stórt og gott skref og orðinn hágæða markmaður. Númer 2 er Jens Lehmann sem getur á góðum degi bjargað stigi, ef ekki stigum og 3 Fabianski, sem ég verð að viðurkenna að ég veit ekki mikið um en hann lofar samt sem áður nokkuð góðu.


Síðast en ekki síst er komið að vörninni, þar tel ég hinsvegar Arsenal hafa betur. Man Utd eru með í hægri bakverði þá Neville og Brown, Neville er í nákvæmlega sama klassa og Giggs og Scholes, sem sagt kominn á efri part ferilsins og er hvað verst staddur varðandi form í dag og ég tippa á að hann verður fyrstur þeirra þremenninga til að leggja skóna á hilluna, en hann hefur verið meiddur í meira en heilt ár. Hjá Arsenal eru þeir Sagna og Eboue, Sagna hefur sannað það að hann er frábær í þessari stöðu og er betri en bæði Neville og Brown í dag. Ég man þegar Eboue var uppá sitt besta í þessari stöðu, þá var hann ekkert mikið verri en Sagna er í dag en hefur því miður dalað mikið en á stórleiki inná milli. Í vinstri bakverði eru þeir með aðalmanninn Evra, sem að mínu mati er eiginlega jafn góður og okkar Clichy. En hver á að backa hann upp? O‘Shea er að mínu mati einfaldlega ekki nægilega góður en á þó sína spretti. Að vísu eru Arsenal með sama vandamál uppá teningnum í vinstri bakverði þar sem Traore er ekki tilbúinn til að taka þessa stöðu alveg strax en ég bind miklar vonir við þann pilt, en hann er ekki tilbúinn. Einn möguleiki er William Gallas ef Clichy þarf að vera fjarverandi, en það væri ekki gott að missa fyrirliðan úr miðverðinum í bakvörðinn, enda þolir Gallas ekki að spila í bakverði, sem er ástæðan fyrir að hann yfirgaf Chelsea. Í miðverði eru einnig möguleikar fyrir hendi, Arsenal hefur betur þarna, Vidic og Rio hjá United er jafn gott og Toure – Gallas okkar, Pique er fyrir hendi hjá United, einnig geta þeir sett Brown í miðvörðinn eða O‘Shea, svo að það eru kannski fleiri menn sem geta leyst þessa stöðu en Arsenal eru með Senderos, sem hefur risið svo sannarlega vel upp og staðið vaktina yfirleitt frábærlega þegar hann hefur fengið tækifæri í ár í fjarveru Toure. Djourou er svolítið fyrir það að meiðast en á góðum degi vitum við hvað hann getur gert, hann er mjög góður leikmaður sem er óheppinn með meiðsli.


Niðurstaðan er sú að Man Utd er mun sterkara á pappírnum en við, markið er betur stemmt þar, þó við séum ekkert slakir, Arsenal hafa yfir í vörninni, en þó ekki mikla yfirburði. Miðjan er miklu betur sett hjá Man Utd og framlínan er svipuð. Man Utd þurfa að kaupa sér bakvörð og mögulega miðvörð, Phillip Lahm væri besti kosturinn fyrir þá að mínu mati í bakvörðinn en hitt veit ég ekki. Í Arsenal vantar bakvörð til að backa upp Clichy þegar hann þarf break, djúpan miðjumann því Flamini er mennskur, hann er einnig háður súrefni eins og við þó hann virðist ekki vera það og kantmenn.


Læt þetta gott heita af rúmlega 1500 orða ritgerð minni sem ég er búinn að henda hér upp fyrir ykkur og kveð að sinni”