Greinin ar að mestu leyti tekin af http://www.manutd.is:

Xavier Llorens Rodriguez, unglingaþjálfari Barcelona, staðhæfir að Manchester United séu með næsta Ronaldo í sínum röðum.
United sendu unglingalið til Barcelona til þess að taka þátt í móti með sjö manna lium sem franski fjölmiðlarisinn Canal+ stóð fyrir, en lið eins og Ajax, Inter Milan, Barca og PSG, tóku einnig þátt í mótinu.

Fabian Brandy, stráklingur frá United, fór á kostum á mótinu, skoraði fjögur mörk í þremur leikjum, og heillaði áhorfendur upp úr skónum með knatttækni sinni og skotkrafti.
“Hann minnir mig á Ronaldo,” sagði Xavier Llorens sem þjálfar U-13 ára lið Barca.
“Hann er mjög fljótur með boltann.”
“Hann les leikinn mjög vel og velkist ekki í vafa um það hvað hann eigi að gera þegar hann sér markið.”

Þó svo að það séu enn nokkur ár áður en Brandy fer að spila með aðallið United, telur Rene Meulensteen, unglingaþjálfari United, að mótið sé gagnlegt til þess að undirbúa unga og efnilega leikmenn fyrir framtíðina.
“Þetta er nýtt fyrir okkur.”
“Við spilum ekki með sjö manna lið í Englandi svo þetta mót kemur okkur til góða. Við getum skoðað leikmenn okkar og fótboltann sem er spilaður í Evrópu.”
“Við verðum að innleiða taktískar breytingar. Þetta krefst sameiginlegs átaks hjá hinum ungu leikmönnum.”
“Manchester United er ekki eina liðið sem á í vandræðum með að aðlaga sig að sjö manna liðinunum, það er bara Ajax sem spilar það reglubundið.”

Nú er bara spurn. hvað við fáum að sjá mikið af Brandy í framtíðinni. Það verður sennilega gaman að fylgjast með honum ef hann er næsti Ronaldo!