Tekið af http://www.boltinn.is (fyrri hlutinn):

Enska knattspyrnusambandið vill láta athuga hvort Patrick Vieira hafi gefið Jimmy Floyd Hasselbaink olnbogaskot í leiknum gegn Chelsea. Vieira virtist reka olnbogann í Hasselbaink og skömmu síðar braut Graeme Le Saux mjög illa á Vieira. Þá sauð upp úr og flestir leikmenn á vellinum voru farnir að stimpast. Graham Barber tók ekki eftir fyrsta atvikinu en sambandið hefur greint frá því að vídeónefndin fái að skoða málið. Graeme Le Saux verður ekki refsað frekar en hann fékk að sjá gult í leiknum. Arsenal vann að lokum leikinn 2-1.

Atvikin í leiknum minntu mig mjög mikið á leik Chelsea og Leeds í deildarbikarnum sem Chelsea vann 3-0. Þar braut einhver Cheslea gaur (ég man ekki hver) á Paul Mcfail það illa að hann þurfti að fara beint á sjúkrahús. Nokkrum andartökum eftir það gaf Alan Smith Greame Le Saux olbogaskot í andlitið svo hann nefbrotnaði. Dómarinn sá hvorugt atvikið og þegar maður ber þetta saman sér maður að dómararnir eru alls ekkert að standa sig í stykkinu. Þeir virðast sjá minni brotin en þessi alvarlegu eru greinilega bara grín fyrir þeim.