Þessi grein er copy-paste af http://www.boltinn.is.


Talið er að þolinmæði og rasskinnar Andy Cole séu við það að verða búin að fá nóg af bekkjarsetu í vetur og að hann fari senn að huga að brottför til að fá að spila reglulega og eiga möguleika á að komast í HM hóp Englendinga fyrir næsta sumar.

Kevin Keegan er sagður meira en reiðubúinn að fá Cole til liðs við Man City og samkvæmt Daily Star, þá eru City menn að undirbúa tilboð í hann.

Sir Alex Ferguson er búinn að segja Cole að hann komi ekki til með að fá mörg tækifæri á næstunni og ef samvinna Ruud van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjaer heldur áfram að svínvirka eins og í undanförnum þrem leikjum þá eru það orð að sönnu, auk þess sem Dwight Yorke er á undan honum í goggunarröðinni þessa dagana.

Fari svo að Cole færi sig yfir til City, þá er það ekki í fyrsta sinn sem leið hans og Kevin Keegan liggja saman því hann lék undir hans stjórn með Newcastle áður en hann fór til Man Utd.