Guðmundur á leið frá KR?
              
              
              
              Það kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudaginn 13. okt., að Guðmundur Benediktsson hafi hafnað tilboði frá KR, en Guðmundur er samningsbundinn til áramóta.  Guðmundur er sagður hafa gert gagntilboð, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mikill munur á tilboði KR og gagntilboði Guðmundar.  Það skýrist væntanlega innan skamms hver framtíð þessa snjalla knattspyrnumanns verður.
                
              
              
              
              
             
        




