Chelsea-Bolton Ég var að horfa á leik Chelsea og Bolton fyrr í dag. Á annari mínútu brá mér þegar Kevin Nolan kom Bolton yfir. En síðan gladdist ég aftur þegar lið mitt Chelsea jafnaði með stórglæsilegu marki frá Eiði Smára Guðjónsen og svo stuttu seinna ringdi mörkunum inn. Hasselbaink skoraði og staðan var tvö eitt í hálfleik. Svo kom Zenden með eitt af mörkum ársins alveg upp úr þurru og staðan var orðin þrjú eitt. Vonir gestanna minkuðu enn meir eftir að Colin Hendry skoraði sjálfsmark, en Eiður hefði líklega hvort sem er potap boltanum inn. Lampard skoraði svo síðasta markið og rúst var staðreynd. Fjórir síðustu leikir Chelsea sem hafa verið sýndir á Sýn hefur Chelsea unnoð með yfirburðum. Þeir unnu Leeds 2-0, Manchester United 3-0, Liverpool 4-0 og svo í dag Bolton 5-1. Í þessum leikjum hefur Eiður Smári Guðjónsen skorað fimm mörk sem er mjög góður árangur.