Ætli þetta verði trend hjá Skólastjóranum á Anfield
að kaupa 2 leikmenn í sömu stöðu á sama tíma ? Ég
sjálfur sem Púllari er himinglaður með kaupin og hlakka
mikið til að sjá þessa menn í ham.

Ég vona bara að Húlli og co. noti þá og gefi Heskey smá
frí frá byrjunarliðinu. Emile er frábær leikmaður og
vinnuhestur dauðans en það er bara ekki nóg að geta
hlaupið og skallað. Framherjar eru nú einu sinni til
þess að skora mörk fyrst og fremst. Því miður hefur
Emile ekki verið að skora og auk þess sem Liverpool
spilar betri “passing-ball” þegar t.d. Litmanen er
inná. Heskey er leikmaður sem getur komið inná
fótboltavöll sem sprengja og breytt gangi leiks en hann
á ekki að vera áskrifandi af byrjunarliðinu (frekar en
nokkur annar ef út í það er farið).

Það er ljóst að fjölmargir Púllarar koma hér við og vil
ég vinsamlega benda þeim á að lesa 2 frábærar greinar á
liverpool.is um Heskey vs.Litmanen ( sérstaklega áður
en Heskey-aðdáendur saka mig um guðlast)

Með eldrauðri Jólakveðju, SGW.